Fréttir

04042011

Sýningin Leikur að landslagi á verkum mynlistakonunnar Jónu Bergdal Jakobsdóttur hefur opnað á Kaffi Loka. Innblástur í verkin fær Jóna frá göngum sínum um Íslenska náttúru, Jóna lauk námi frá Myndlistaskóla Akureyrar í fagurlistafræði vorið 2003. Hún hefur haldið tólf samsýninga og þrettán einkasýningar en þetta verður fyrsta einkasýningin sem hún heldur í Reykjavík.  Heimasíða Jónu er http://jonabergdal.net/

María Loftsdóttir sýnir fallegar vatnslitamyndir í febrúar.  Fallegar vetrarmyndir með norðurljósum, íslenskt landslag sem getur verið svo fallegt.

17022011 b

Ný teblanda, Loki Laufeyjarson er okkar nýjasta nýjung.

Birki, blóðberg og fjallagrös, aðallega týnt í Arnarfirðinum er okkar blanda unnin af fyrirtækinu Urta.islandica. Nýja teið er á matseðlinum okkar en einnig er hægt að kaupa poka með 10 tepokum í og merkt okkur á Loka.

12102010

Jón Páll Vilhelmsson ljósmyndari sýnir nýjar myndir úr seríunni "Land í mótun". Þetta eru nærmyndir af margvíslegum mynstrum sem fyrirfinnast í náttúru Íslands.

Ljósmyndirnar eru prentaðar á striga og eru til sýnis og sölu í Café Loka á Skólavörðuholtinu gegnt Hallgrímskirkju. Kaffihúsið er opið daglega frá 10.00-18.00. Sýningin stendur út október.

RAW ICELAND er nýtt vörumerki skapað í smiðju Jóns Páls. Efniviðurinn er íslensk náttúra. Hrá og hrjóstrug á yfirborðinu en fíngerð og viðkvæm þegar betur er að gáð. Ekki ólíkt okkur sjálfum!

Á heimasíðunni www.rawiceland.com er meira úrval landslagsljósmynda í hæsta gæðaflokki.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828