Fréttir

04072012 2

Heiðrún Þorgeirsdóttir myndlistarkona sýnir leikandi léttar olíumyndir og teikningar á Loka í júlí,
Gestir Loka muna margir eftir sýningu hennar frá 2010 þar sem lífsgleðin heillaði alla.

04072012

 

07062012

Helga Lára Haraldsdóttir útskrifaðist 1988 frá City and Guilds of London listaskólanum og 1995 frá Chelsea College of Art and Design í London með BA gráðu í Public Art. Hún lauk meistaraprófi í Art in Architecture frá Háskólanum East London 1999. Helga hefur auk þess lokið kennsluréttindum í listum og hönnun frá Háskólanum í Greenwich, London. Helga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Englandi og sýnt á einkasýningum. Hún rak í nokkur ár listagallerý í London. Helga starfar nú að list sinni, auk þess sem hún hefur sinnt myndlistarkennslu í grunn- og framhaldsskólum.
Í myndlist sinni hefur Helga lagt áherslu á gerð skúlptúra, lágmynda og málverka.

Jórunn er fædd í Reykjavík 1944. Hún er kennari/sérkennari að mennt og starfaði við það um árabil. Síðar tók hún myndmennt sem valgrein frá KHÍ 1991. Árið 1995 fór hún til Englands til náms í listmeðferð (art therapy) við University of Hertfordshire og útskrifaðist þaðan 1997. Síðustu árin starfaði hún að mestu við listmeðferð þar til hún fór á eftirlaun.
Jórunn hefur verið í „frjálsri málun“ við Myndlistaskólann í Reykjavík nokkur undanfarin ár og fengið leiðsögn hjá m.a. Sigtryggi Bjarna Baldvinssyni, Þuríði Sigurðardóttur, Guðjóni Ketilssyni, Bjarna Sigurbjörnssyni, Björgu Þorsteinsdóttur og Sigurði Örlygssyni.

Verkin á sýningunni eru öll máluð s.l. 18 mánuði undir áhrifum frá íslenskum mosa.

Netfang – email:
Sími – telephone: 8499897

Opið á Café Loka
5. apríl Fimmtudagur / Holy Thursday             kl. 11-17
6. apríl Föstudagurinn langi / Good Friday     Closed
7. apríl Laugardagur / Saturday                        kl. 10-18
8. apríl Páskadagur / Easter Sunday              Closed
9. apríl Annar í Páskum / Easter Monday       kl. 11-17

03042012

Guðrún Helga Kristjánsdóttir málar kröftug og litrík olíumálverk þar sem náttúran suður með sjó hefur veitt henni innblástur.

02032012

Föstudaginn 2. mars kl. 17-19 verður opnuð málverkasýning á Café Loka í Reykjavík og mun standa út mánuðinn . Þar eru á ferðinni systurnar Sigurlaug og Lovísa Björk Skaftadætur sem fæddar eru og uppaldar á Akureyri. Þá mun Anna Dóra Antonsdóttir, móðursystir þeirra sem fædd er og uppalin á Dalvík, kynna nýjustu bók sína „Hafgolufólk“ sem er nýkomin úr prentun.
Sigurlaug er lærður húsamálari. Hún stundaði listnám í Fokus og Nordjyllands Kunstskole í Danmörku og hefur tekið þátt í samsýningum með Rebels of the North í Danmörku og á Spáni. Hún málar myndir með akrýl á striga og leikur sér með form og sterka liti.
Lovísa stundaði nám á listnámsbraut Iðnskóla Hafnafjarðar og hefur undanfarin ár numið við Myndlistaskóla Kópavogs og tekið þátt í samsýningum á vegum skólans. Hún málar frjálst með olíu á striga og lætur verkin leiða sig áfram.
Hafgolufók er sjötta bók Önnu Dóru. Hún er skrifuð af innsæi og einlægni um stóra viðburði í lífi venjulegs fólks norður við ysta haf; örlagasaga sem lifir með lesandanum. Bókin er gefin út af Tindi bókaútgáfu og prentuð hjá Odda.

 

Matur er fyrir öllu, þáttur um mat og mannlíf í umsjón Sigurlaugar M. Jónasdóttur var á Rás 1 12. nóv. þar sem við spjölluðum um Loka og íslensktan mat.
http://www.ruv.is/sarpurinn/nr/4613732

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828