Hökull

Laugardaginn 4. desember, 1999 - Landsbyggðin

Altarisklæði og hökull helguð á Blönduósi

Blönduósi - Nýr hökull og altarisklæði, sem kvenfélagið Vaka á Blönduósi gaf Blönduóskirkju, voru helguð í kirkjunni í messu á fyrsta sunnudegi í aðventu. Hökullinn og altarisklæðin gerði Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður sem í æsku sleit barnsskónum á Blönduósi.

Hökullinn er í aðventu- og föstulit upplýsti sóknarpresturinn séra Sveinbjörn R. Einarsson í messunni en það er hinn blái litur fjólunnar. Séra Ágúst Sigurðsson á Prestbakka þakkaði þessa höfðinglegu gjöf fyrir hönd prófastsdæmisins. Kvenfélagið Vaka á Blönuósi færði kirkjunni þessar gjafir í tilefni af sjötíu ára afmæli félagsins á síðastliðnu ári.

bottom

Staðsetning

Lokastíg 28

101 Reykjavík

Opnunartími

Mán - Lau: 09:00-21:00

Sun: 11:00-21:00

Upplýsingar

S: 466-2828